top of page

Ráðstefna NACP í Gautaborg í mars 2026

  • fleistjorn
  • Oct 10
  • 1 min read
ree

Norrænt samband læknisfræðilegra eðlisfræðinga (Nordic Association for Clinical Physics, NACP) heldur ráðstefnu sína í Gautaborg dagana 24. - 26. mars 2026.


Sambandið heldur yfirleitt ráðstefnu á þriggja ára fresti og í þetta sinn er ráðstefnan skipulögð af félagi geislaeðlisfræðinga í Svíþjóð (Svensk förening för radiofysik).

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er "læknisfræðileg eðlisfræði á norðurlöndunum: samvinna og áskoranir framtíðarinnar." Ráðstefnan nær yfir allar greinar læknisfræðilegrar eðlisfræði og á ráðstefnunni verða kynningar af fjölbreyttum toga.


Nánari upplýsingar fást á vefsíðu ráðstefnunnar. Við hvetjum alla læknisfræðilega eðlisfræðinga og aðra áhugasama um þessa grein á norðurlöndunum til að skrá sig.

 
 

Recent Posts

See All

© Félag læknisfræðilegra eðlisfræðinga á Íslandi | kt. 590423-1810 | flei (at) flei.is

bottom of page