Málþing á alþjóðlegum degi læknisfræðilegrar eðlisfræði 7. nóvember
- fleistjorn
- Sep 10
- 1 min read
Félag læknisfræðilegra eðlisfræðinga á Íslandi stendur fyrir málþingi á alþjóðlegum degi læknisfræðilegrar eðlisfræði, föstudaginn 7. nóvember næstkomandi.
Málþingið ber titilinn Hlutverk og ábyrgð læknisfræðilegra eðlisfræðinga í heilbrigðisþjónustu og stendur frá 12:30-15:05 í hringsal Landspítalans við Hringbraut.
Á dagskrá verða erindi sem munu gefa fróðlega innsýn í störf læknisfræðilegra eðlisfræðinga á Íslandi og í Evrópu. Dagskráin er aðgengileg á PDF formi hér.
Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi.
Öll velkomin!

