top of page

Hvað er læknisfræðileg eðlisfræði?

​Læknisfræðileg eðlisfræði er undirgrein hagnýttrar eðlisfræði sem snýr helst að notkun röntgengeislunar og gammageislunar í læknisfræðilegum tilgangi en einnig að myndgreiningartækni í víðari skilningi. Röntgengeislun  og gammageislun er nýtt bæði til greiningar og meðferðar, t.d. í röntgen- og tölvusneiðmyndatöku, jáeindaskönnun og geislameðferð. Röntgen- og gammageislun er einnig nefnd jónandi geislun.

Læknisfræðilegir eðlisfræðingar eru fagstétt í heilbrigðisþjónustu sem sérhæfir sig í réttri, nákvæmri og öruggri notkun jónandi geislunar. Læknisfræðilegir eðlisfræðingar hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi í faginu auk þess að hafa hlotið klíníska starfsþjálfun í sérgrein á borð við geislameðferð eða myndgreiningu.

Hlutverk læknisfræðilegra eðlisfræðinga í heilbrigðisþjónustu eru meðal annarra:​

  • Geislavarnir sjúklinga, starfsfólks og almennings

  • Öryggismál og gæðaeftirlit

  • Eftirlit með notkun á geislavirkum lyfjum​

  • Klínískt eftirlit með meðferðum sjúklinga

  • Virk þátttaka í meðferð sjúklinga

  • Þróun og innleiðing nýrrar tækni 

  • Fræðsla og faglegar upplýsingar til sjúklinga og starfsmanna

  • Rannsóknir

bottom of page