top of page

Félag læknisfræðilegra eðlisfræðinga á Íslandi

Félag læknisfræðilegra eðlisfræðinga á Íslandi var stofnað 9. mars 2023. Stofnmeðlimir eru 16 talsins og koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að hafa lært og starfað á sviði læknisfræðilegrar eðlisfræði.

Læknisfræðileg eðlisfræði er undirgrein hagnýttrar eðlisfræði sem snýr helst að notkun jónandi geislunar í læknisfræðilegum tilgangi en einnig að myndgreiningartækni í víðari skilningi. Jónandi geislun er nýtt bæði til greiningar og meðferðar, t.d. í röntgen- og tölvusneiðmyndatöku, jáeindaskönnun og geislameðferð.

Tilgangur félagsins er að styrkja faglegt starf læknisfræðilegra eðlisfræðinga á Íslandi. Önnur markmið félagsins eru að efla þjálfun, menntun og samskipti innan starfsgreinarinnar hér á landi, auk þess að stuðla að innlendu og alþjóðlegu samstarfi innan greinarinnar.

Stjórn félagsins var kosin á stofnfundi 9. mars 2023:

Hanna Björg Henrysdóttir, deildarstjóri Geislameðferðardeildar Landspítalans (formaður)

Eyjólfur Guðmundsson, Geislavörnum ríkisins (gjaldkeri)

Gauti Baldvinsson, Geislameðferðardeild Landspítalans (ritari)

Edda Lína Gunnarsdóttir, Geislavörnum ríkisins (meðstjórnandi)

Jakobína Marta Grétarsdóttir, Svíþjóð (meðstjórnandi)

bottom of page